Færsluflokkur: Bloggar

Aumir svíar !!!

Árum saman töpuðu íslendingar aftur og aftur fyrir þeim en komu alltaf aftur eins og sannir íþróttamenn . Og núna þegar íslendingar eru með eitt besta lið heims og eru farnir að vinna þá geta þeir ekki sýnt annað en aumar afsakanir! Í stað þess að rísa upp og haga sér eins og menn og snúa sér að næsta verkefni. ÁFRAM ÍSLAND.
mbl.is Svíar ætla að kæra leikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju er ekki sagt stopp!!!

það fólk sem neyðist til að leita aðstoðar til að fæða sig og klæða er ekki að gera það að óþörfu það er fátækt á íslandi alveg sama hvað margur millinn heldur. Þegar fólk á ekki fyrir mat og leigu þá á það ekki fyrir bensíni á bíl hvað þá heldur fyrir bíl. Það er sorglegt að heira af einstæðri móður sem sefur í bíl sem einhver vinur á á meðan aðal áhyggjuefni margra virðist vera minkandi umferð einkaþotna um Reykjavíkurflugvöll. Með fullri virðingu fyrir ráðamönnum á æðstu stöðum þá eru þeir ekkert að gera næginlega rótækt í baráttunni við fátækt,það er alveg sama hver það er allir vilja stofna nefnd,nefnd og aðra nefnd og koma þessum og þessum að í nefndinni (jafnvel sjálfum/sjálfri sér): Hvernig væri að lækka nefndalaunin og setja afkastabónus í staðinn,nefndir myndu þá kanski skyla af sér??? Það er hægt að laga þetta það þarf bara að framkvæma það og það ætti ekki að vera erfitt í þessu ja "RÍKA LANDI."
mbl.is Fjölskylduhjálpin kaupir 150 lambahryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólkið fyrir bankana?

Hver man ekki eftir því þegar bankarnir vildu að ríkið myndi hverfa af íbúðarlánamarkaðinum?            Ég man það, þeir voru komnir til að bjarga málunum og íbúðarlánasjóður var fyrir þeim. Þeir voru með svo góða vexti VÁ!!! En svo kemur smá alda og ruggar bátnum og hvað jú vextir upp upp og upp, hvernig skyldi vaxtaþróunin hafa orðið ef engir lánuðu til húsakaupa nema þeir? Langar ekki að hugsa það til enda, það hefði væntalega verið hugsað "Æ Æ við getum ekki hækkað vextina meira!!!"Ó nei ætli þeir hefðu ekki látið okkur taka aðeins meiri þátt í að borga útrásina. Og svo hefðum við fengið enn stærri bita af skipsbrotinu núna opna pyngjuna og borga meira og meira.Sönn lýsing ætti að vera " Við erum hér fyrir þig!!!" En í smáa letrinu stendur þú ert hér fyrir okkur!"


Höfundur

Jón Sigmundsson
Jón Sigmundsson
hef gamann af umræðu almennt?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband